Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður hefur að undanförnu dvalið í Herhúsinu og stundað þar list sína.
Suma daga hefur hann unnið á skíðasvæðinu í Skarðsdal við gerð skúlptúrs úr snjóflóðsbraki vetrarins – að fengnu leyfi staðarhaldara.
Meðfylgjandi mynd sýnir Hrafnkel galvaskan og tilbúinn að máta nýja hluti við verkið.
„Þetta er hugsað sem framlenging snjóflóðsins – orka náttúrunnar brýst í gegnum mig og inn í verkið á þessum steypta stöpli – og verður eins og sprengingin á því andartaki sem flóðið skall á. Ég kalla það Flóðljóð.“
Og hvað verður síðan um skúlptúrinn? – var spurt.
„Það mætti binda hann saman með sterkum vír og láta hann standa þarna til minningar um þennan atburð – eða flytja verkið á nýjan stall út á Torgi“ – segir listamaðurinn með bros á vör.

Myndir: ÖK og HS