Lítið ferðaveður er víða á landinu í dag , í nótt tekur að draga úr vindi..
Útlit er fyrir norðaustanátt og 15 til 25 metra á sekúndu í dag en hvassast verður suðaustan til. Snjókoma og hríð verður á norðan- og austanverðu landinu en annars yfirleitt bjart.
Suðaustur af landinu er djúp lægð sem heldur að landinu norðaustan hvassviðri en storm suðaustanundir Vatnajökli. Snjókoma á Norður- og Austurlandi og því hríðarveður þar, einkum til fjalla. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir allt austanvert landið en yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands.
- Þæfingsfærð og skafrenningur og lítið sem ekkert skyggni er í Húnavatnssýslum. Hálka, hálkublettir og snjóþekja með skafrenning eru víða.
- Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs og verður ekki opnaður í dag.
- Siglufjarðarvegur: Þæfingsfærð í Almenningum en þungfært á milli Hofsós og Fljóta einnig er mjög slæmt skyggni. Óvissustig er á veginum og gæti hann lokast með stuttum fyrirvara.
- Þverárfjall: Vegurinn er lokaður vegna veðurs og verður á óvissustigi fram á Mánudagsmorgun.
- Ljósavatnsskarð :Vegurinn er á óvissustigi og gæti því lokast með stuttum fyrirvara.
Skjáskot/vegagerðin