Bæjarráð samþykki tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála á 852. fundi sínum um að tilboðum Lavar ehf. í ræstingar verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

Nú hefur Lavar ehf. slitið félaginu og dregið tilboðið til baka.

Í ljósi þess að Lavar ehf. hefur dregið tilboð sín til baka og að höfðu samráði við lögmann bæjarins samþykkir bæjarráð að hefja að nýju útboð á ræstingum í Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði, í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði og í Leikskóla Fjallabyggðar Leikskálum á Siglufirði. 

Skrifstofustjóra var veitt heimild til þess að semja um tímabundna framlengingu á núverandi samkomulagi við ræstingaaðila á þessum stofnunum til og með 28. febrúar 2025. Bæjarráð óskar jafnframt eftir áliti lögmanns á réttarstöðu sveitarfélagsins vegna ákvörðunar Lavar ehf.

Fjallabyggð tók tilboði Lavar ehf í ræstingar ráðhúss, leikskóla og grunnskóla