Hrekkjavakan fór fram í Fjallabyggð í gærkvöldi við góðar undirtektir.

Á Síldarminjasafni Íslands var Draugaverksmiðjan Grána opin gestum og gangandi frá klukkan 17:00 til 19:00 í tilefni hrekkjavökunnar, og fjölmenntu bæði börn og fullorðnir til að upplifa stemninguna.

Slökkvilið Fjallabyggðar tók einnig þátt í stemningunni og gaf öllum sem áttu leið framhjá slökkvistöðinni á Siglufirði endurskinsmerki til að hafa á sér í myrkrinu.

Alls voru 200 endurskinsmerki afhent í kvöldinu.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar