Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun ÁTVR á Svartálfi potato porter bjór vegna þess að hætta er á að dósirnar geti bólgnað og sprungið. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað bjórinn úr verslunum sínum.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Svartálfur Potato Porter
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 19.05.2022
  • Strikamerki: Á áldós: 5694230411207. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 15694230411204
  • Nettómagn: 330 mL
  • Framleiðandi: Álfur Brugghús ehf., Sandakri 12, 210 Garðabæ
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Fyrirtæki: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík.
  • Dreifing: Eftirfarandi verslanir ÁTVR/Vínbúðarinnar: Kringlunni, Skeifunni, Heiðrúnu, Dalvegi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Skútuvogi, Stekkjarbakka, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ, Selfossi.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki. Farga eða skila henni til næstu verslun ÁTVR gegn endurgreiðslu.

Ítarefni