Smíðavellirnir í Fjallabyggð verða opnir þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13:00 -15:00 nema síðustu vikuna þá verða vellirnir opnir í fjóra daga frá mánudaginn – miðvikudags og á fimmtudegi 22. júlí verður boðið upp á grill og gleði.
Aldur: Börn fædd 2008-2014
Staðsetning: Ólafsfjörður: Á sléttunni norðan við Ólafsveg, (bak við grænu blokkina)
Siglufjörður: Á sléttunni fyrir framan mjölhúsið
Námskeiðstími: kl. 13:00-15:00
Tímasetning: Samtals verður boðið uppá 10 daga á tímabilinu 5. – 22. júlí og skiptast þeir eftirfarandi:
- vika opið þrjá daga 5. 6. og 7. júlí
- vika opið þrjá daga 12. 13.og 14. júlí
- vika opið fjóra daga 19. 20. 21. og síðan 22. júlí en þá verður grillað og gleði.
Umsjón:
Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla Netfang: haukur@fjallabyggd.is Sími 863 1466
Börn sem sækja smíðavellina eru á ábyrgð foreldra og er frjálst að koma og fara á þeim tíma
sem smíðavellir eru opnir.
Börn sem sækja smíðavelli fá timbur og nagla á staðnum en þurfa sjálf að koma með hamar og sög.
Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 844 5819, rikey@fjallabyggd.is og Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla í síma 863 1466, haukur@fjallabyggd.is