Vakin er athygli á því að íbúum Sauðárkróks stendur til boða gjaldfrjálst garðland á Sauðárkróki í vor.

Því miður hafa fáir sýnt áhuga og ekki verður af þessu nema fleiri taki þátt.

Ætlunin er að útbúa garðlönd (20 m2 reiti) fyrir áhugasama á Nöfum, þar sem rækta mætti kartöflur og/eða aðrar matjurtir.

Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst á kari@skagafjordur.is.