Næst síðasti þáttur af Gleðibanka Helgu er í dag kl. 13:00 -14:00.

Í þessum næst síðasta þætti af Gleðibanka Helgu verða spiluð þau lög sem aðdáendur spá áfram úr seinni undankeppninni í aðalkeppnina þann 14. maí næstkomandi. Einnig verða spiluð þau lög sem eru örugg í aðalkeppninni sem og nokkur eldri inn á milli. 

Missið ekki af Gleðibanka Helgu á föstudögum milli kl. 13:00 -14:00.

Upptökur af öllum þáttum sem eru í spilun á FM Trölla er hægt að nálgast á https://trolli.is/fm-trolli/

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.