Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er ófær, en snjóflóð féllu þar í nótt og þarf tíma til að hreinsa þau áður en fært verður um veginn.
Í gildi er vissustig á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu. Þæfingur er á vegi og einbreitt á köflum meðan á útmokstri stendur.
Hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Norðurlandi, vegirnir um Víkurskarð og Dalsmynni eru lokaðir.
Sjá nánar á vefsíðu Vegagerðarinnar: HÉR