Símar á Kaffi Klöru

Þar hafa varðveist gamlir munir frá þeim rekstri, eins og símar, símklefar og upprunalegar innréttingar sem eiga sér langa sögu.

Í húsnæði Kaffi Klöru í Ólafsfirði var áður símstöð og pósthús Ólafsfirðinga.

Ida Semey sendi inn umsókn til Norðurorku í haust og fékk styrk til að gera þessum gamla rekstri góð skil.

Verkefnið sem nefnist “Sögur og Símar” felur í sér að taka upp sögur sem tengjast gömlu símstöðinni. Upptökurnar verða klipptar saman og forritaðar í spilara sem komið verður fyrir í símanna. Þegar tólið er tekið upp verður hægt að velja hvað sögu maður vill hlusta á. Þannig öðlast gömlu símarnir og símaklefarnir ný hlutverk, bæði símar og sögur Ólafsfjarðar varðveitast á frumlegan og skemmtilegan hátt.

Verkefnið verður framlag Kaffi Klöru Art Residence til 75 ára kaupstaðarafmælis Ólafsfjarðar sem fram fer í sumar.

 

Myndir: Kaffi Klara