Nýr sóknarprestur sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir var ráðin tímabundið sem sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli í sumar og tók hún við af sr. Guðrúnu Eggerts Þórudóttur sem þjónaði Ólafsfirðingum í tvö ár.

Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir kynnti sig á facebooksíðu Ólafsfjarðarkirkju og býður Trölli.is hana velkomna til starfa.

“Ég vil byrja á því að kynna mig örlítið áður en ég set inn auglýsingar um starfið í vetur. Ég heiti Stefanía Steinsdóttir og hef hafið störf sem sóknarprestur Ólafsfjarðarkirkju næsta árið og vonandi miklu lengur.

Ég var áður prestur á Akureyri. Ef þið viljið panta tíma eða heyra í mér er hægt að senda skilaboð á þessari síðu, senda mér tölvupóst á stefaniasteins@gmail.com eða hringja í 8628887″

Mynd/Ólafsfjarðarkirkja.