Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Sólgarðar F2143859 í Fljótum í Skagafirði.
Byggingin er 512 m2 og var áður notuð sem skólabygging. Fasteignin hentar vel fyrir ýmsa starfsemi. Eignin leigist öll í heild sinni.
Leigutími er frá 1. apríl til 31. desember 2025, með möguleika á áframhaldandi leigu.
Óskað er eftir upplýsingum um bakgrunn og reynslu umsækjanda sem og hugmyndum um það hvernig viðkomandi hyggst nýta húsið.
Umsóknarfrestur er til 21. mars nk. og skal umsóknum skilað í Ráðhúsið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki, eða á netfangið baldurhrafn@skagafjordur.is.
Nánari upplýsingar veitir Samúel R. Kristjánsson, umsjónamaður Eignasjóðs í síma 455-6000.
Sveitarfélagið Skagafjörður áskilur sér rétt til aða taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.
Mynd/Skagafjörður