Ferðafélagið Trölli stóð fyrir sólstöðugöngu upp á Múlaplan á miðvikudagskvöldið. Félagið verður með margar fleiri ferðir í allt sumar.
Sextán göngugarpar tóku þátt í göngunni, yngsti göngugarpurinn var um tvítugt og sá elsti á áttræðisaldri.
Lagt var af stað frá vegamótunum við gamla Múlaveginn Eyjafjarðarmegin við göngin um kl. 23.00 og tók gangan upp á Múlaplan um 43 mín.
Stoppaði hópurinn drjúga stund á Múlaplani, naut útsýnisins í góðum félagsskap, tók myndir og snæddi nesti.
Gekk svo hópurinn yfir að ófærugjánni sem lítur illa út eftir jarðhræringarnar í fyrrasumar og komið var til baka um kl. 01.30.
Myndir: Hreyfing og hamingja í Fjallabyggð