Laugardaginn 4. maí næstkomandi ætlar Karlakór Fjallabyggðar að blása til söngskemmtunar og hefur fengið til liðs við sig ballhljómsveitina Ástarpungana.


Efnisskráin verður fjölbreytt þar sem farið verður um víðan völl: hefðbundin kórtónlist, íslensk dægurlög, rokklög ásamt frumsömdu efni!

Skemmtunin verður í Tjarnarborg á Ólafsfirði og hefst klukkan 20. Miðaverð er 4.500 kr.

Facebook viðburður hér: https://fb.me/e/22SXFt9lT