Lögreglan á Norðurlandi vestra birti eftirfarandi færslu á facebook síðu sinni.

“Vorið er eitthvað að stríða okkur og því mikilvægt að muna að þrátt fyrir að almennt megi ekki nota nagladekk frá 15. apríl þá geta aðstæður líkt og nú krafist þess.

Fylgjumst eftir sem áður með færð á vegum og gætum að útbúnaði bifreiða, sér í lagi þegar vorið kemst ekki vegna ófærðar og veðurs líkt og einn Skagfirðingur komst að orði.

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/0822-2004 “.