Lögreglan á Norðurlandi eystra birti fyrir skömmu póstnúmeratöfluna í umdæminu.

132 manns eru með Covid-19 á Norðurlandi eystra, þar af 2 á Siglufirði og 158 eru í sóttkví.

Alls 200 smit greindust síðasta sólarhring á landinu öllu.

Tölurnar eru háar þessa dagana og full ástæða til þess að minna á að fara varlega og drífa sig í sýnatöku ef einhverra einkenna verður vart.