Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu
- 2 msk hvítlauksólívuolía
- 250 g beikon
- 250 g spaghetti
- steinselja (má sleppa)
- ferskur parmesanostur (má sleppa)
Hitið ofninn í 240°. Fyllið stóran pott af vatni og látið suðuna koma upp.
Setjið hvítlauksólívuolíu í botn á ofnskúffu eða eldföstu móti. Skerið beikon í bita og blandið saman við olíuna, reynið að láta hana þekja allt beikonið.
Þegar vatnið byrjar að sjóða er spaghettíið sett í pottinn og beikonið sett í ofninn. Spaghettíið og beikonið þurfa svipaðan eldunartíma, ca 10 mínútur
Þegar spaghettíið er fullsoðið er 1 bolli af spaghettívatninu lagður til hliðar og restinni hellt af. Takið beikonið úr ofninum og bætið spaghettíinu í ofnskúffuna. Blandið vel saman og bætið spaghettívatninu sem var lagt til hliðar varlega saman við. Byrjið smeð smá og bætið við eftir þörfum.
Það er gott að bera réttinn fram með ferskri steinselju og ferskrifnum parmesan og mér þykir nauðsynlegt að mylja svartan pipar yfir hann.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit