Sr. Sigurður Ægisson hefur gefið út nýja bók sem ber heitið „Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar – Fugladagbókin 2022“.

Hún er þannig upp sett að á undan hverri viku – þar sem hægt er að skrá hvern dag þá fugla sem maður sér og fjölda þeirra – er fróðleikur um einhverja eina tiltekna fuglategund.

Í alls eru þær 52 í bókinni, eins og vikur ársins. Um helmingur er flækingsfuglar, sem lítið er til skrifað um á íslensku. Þess má geta að rúmlega 400 fuglategundir hafa sést á Íslandi frá upphafi skráningar, þótt einungis 75-80 verpi hér að staðaldri.

Bókin er jafnframt byggð upp í kringum misseristalið gamla og því er merkt inn í skýringartextann efst hvenær gömlu mánuðirnir byrja, auk þess sem hver árstíð fær sinn lit. Í gamla misseristalinu var vorið bara einn mánuður og haustið líka, en hinir fimm hvor um sig.

Bókin er komin í verslanir og hægt að nálgast hana í SR bygg á Siglufirði.

Bókin er í litlu og handhægu broti. Bókaútgáfan Hólar gefur út.

Sjá nánar:
https://www.holabok.is/fuglar-a-islandi-og-arstidirnar…/.
https://kirkjan.is/frettir/frett/2021/10/24/Fugladagbok-prestsins/