Það er nú meira hvað nýja fuglabókin hans Sigga Ægis er glæsileg – og læsileg!Í bókinni eru allir íslenskir varpfuglar skoðaðir í þjóðtrú landsmanna og erlendri í afar vönduðu máli. Mikill fjöldi glæsimynda og allt sett upp með þeim hætti að vel fer í hendi og fallegt er á að líta.
“Hvaða fugli sóttust galdramenn eftir að komast í tæri við vegna sambands hans við þann í neðra? Hvað boðaði það á Horni í Sléttuhreppi ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti? Hvernig áttu hrafnarnir, sem áttu bústað í Heklu, að vera í útliti?”
Endalaus fróðleikur og skemmtan. Og ekkert annað en hrósyrði fær bókin í öllum umfjöllunum.
Í einni þeirra er fyrirsögnin: “Mögnuð bók.”
Í annarri, frá Svíþjóð: “Congratulations on this masterpiece.”
Í þriðju segir m.a.: “mikið þrekvirki sem eykur við bókmenningu okkar Íslendinga og bætir svo um munar í skilninginn á sambúð manns og náttúru.
Í hinni fjórðu: “ein athyglisverðasta bókin sem nú kemur á bókamarkaðinn … Sr. Sigurður hefur einfaldlega unnið afrek sem íslensk þjóð má þakka honum fyrir.”
Og …: “auðlesinn og stórfróðlegur doðrantur og sómir sér vel í bókahillum náttúruelskandi veiðimanna.”
Jakob S Jónsson, bókmenntagagnrýnandi Kjarnans, skrifar að “Sigurður hafi gert efninu eins nákvæm skil og unnt er […] bók sem kynslóðir geta skoðað saman – það getur tekið margar ljúfar rökkurstundir að lesa bara um músarrindilinn og velta fyrir sér örlögum hans og þá eru allir hinir eftir – ekki síður forvitnilegir og spennandi verðandi kunningjar, þátttakendur í því lífríki sem við öll gistum og eigum að þekkja.
https://kjarninn.is/folk/2020-12-14-islenskir-fuglar-og-thjodtru-fyrir-rokkurstundir/
Samantekt: ÖK