Matvælastofnun varar við tveimur tegundum af Clearspring sesamolíu. Olíurnar innihalda varnarefnið etýlen oxíð sem er ekki leyfilegt í matvælaframleiðslu í Evrópu. Fyrirtækið Icepharma, sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Innköllunin nær ekki til 250 ml sesamolíu.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Clearspring
  • Vöruheiti: Cl.Sp Sesame Oil 500 ml 45602760
  • Strikamerki: 5021554981534
  • Nettómagn: 500 ml
  • Best fyrir dagsetning: 3.7.2021
  • Lotunúmer: N029
  • Innflytjandi: Icepharma, Lyngháls 13
  • Dreifing: Fjarðarkaup og Veganbúðin
  • Vörumerki: Clearspring
  • Vöruheiti: Cl.sp Toasted Sesame Oil 500 ml 45602741
  • Strikamerki: 5021554982432
  • Nettómagn: 500 ml
  • Best fyrir dagsetning: 20.9.2021
  • Lotunúmer: N108
  • Innflytjandi: Icepharma, Lyngháls 13
  • Dreifing: Fjarðarkaup og Veganbúðin