Í gær, fimmtudaginn 28. ágúst barst öllu starfsfólki SR-Vélarverkstæðis á Siglufirði uppsagnarbréf.
Alls voru það 12 starfsmenn sem var sagt upp og er þetta áfall fyrir atvinnulíf á Siglufirði og Fjallabyggð. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um orsök uppsagna eða hvort verslunin SR-Bygg verði starfrækt áfram.
SR- Vélarverkstæði hf var stofnað 21. mars 2003 og hefur starfað óslitið síðan.
Trölli.is hefur reynt að ná í stjórnarformann SR-Vélarverkstæðis hf og SR-Byggingavara ehf, Hafþór Eiríksson rekstrarstjóra Síldarvinnslunnar hf. í dag en án árangurs. Um leið og frekari fréttir berast mun Trölli.is birta þær