Dagana 6. og 7. september fór fram á Akureyri  LÝSA – Rokkhátíð samtalsins.

LÝSA er hátíð þar sem fólk á í samtali um samfélagið. Þar fara fram fjörugar umræður í bland við hressa tónlist og skemmtiatriði.

Í ár átti SSNV fulltrúa á hátíðinni en Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV flutti erindi um hlutverk landshlutasamtaka í innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Í nýjum samningsdrögum um sóknaráætlun er kveðið á um að heimsmarkmiðin skuli höfð í forgrunni ásamt sóknaráætlunum landshlutanna við skilgreiningu verkefna og því ljóst að landshlutasamtökin munu leika stórt hlutverk í þessu mikilvæga verkefni.

 

Af SSNV.is