Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu vill ráða blásturshljóðfærakennara frá og með september 2019. Hann þarf að hafa þekkingu og færni á blásturshljóðfæri, vera fær í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af að vinna með börnum. Einnig þarf hann að vera metnaðarfullur og áhugasamur, að því er fram kemur í auglýsingu frá tónlistarskólanum. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi.

Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans tæplega 90. Kennt er á öll helstu hljóðfæri og er mikið samstarf milli grunnskóla og tónlistarskóla. Stór hluti nemenda kemur á skólatíma í kennslustundir.

Nánari upplýsingar um starfið, sem er 100% staða, veitir Hugrún Sif Hallgrímsdóttir skólastjóri skólans í síma 868 4925 og á netfanginu tonhun@tonhun.is.