Á 305. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var lögð fram tillaga frá Póstinum að staðsetningu póstboxa í Fjallabyggð.

Nefndin sá ekki ástæðu til að taka afstöðu til staðsetningar póstboxa á lóðum sem eru á forsvari annarra en bæjarins.

Nefndin beinir því jafnframt til Póstsins að huga að aðgengismálum, s.s. bílastæðum fyrir notendur og starfsfólk.

Framlagðar staðsetningar við sundlaugar eru taldar óheppilegar; á Siglufirði er hún langt frá því að vera miðsvæðis, og á Ólafsfirði skapar boxið óþarfa umferð inn á bílastæði fyrir skóla- og íþróttastarf.

Staðsetning póstboxa á gangstétt við Kjörbúðina í Ólafsfirði er óæskileg með tilliti til gangandi vegfarenda og gangbrautar sem þar er.

Heppilegra væri að finna póstboxunum stað innan lóðar Kjörbúðarinnar þar sem gert er ráð fyrir aðkomu bíla og athafnastarfsemi, í samráði við rekstraraðila Kjörbúðarinnar.

Fylgiskjöl:

Myndir/úr fylgiskjali