Í næstu viku, frá 26.-30. apríl munu tæplega 23.000 einstaklingar fá fyrri bólusetningu við COVID-19 með bóluefni Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Í heildina verða gefnir um 25.000 skammtar. Þetta verður stærsta vikan í bólusetningum á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi.

Nú hafa 80.721 einstaklingar fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis, eða um 29% af heildarfjöldanum. Um mánaðamótin apríl/maí munu því um 104.000 einstaklingar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis.

Mynd/aðsend