Skjálfti að stærð 5,7 varð 33,8 kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan 19:07 samkvæmt jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands.
Er um að ræða stærsta skjálfta hrinunnar sem staðið hefur yfir síðan í hádeginu síðastliðinn föstudag.
Þrettán eftirskjálftar yfir 3 að stærð og tveir yfir 4 hafa verðið síðasta hálftímann.
Forsíðumyndina tók Björn Jónsson úti á Siglunesi við Siglufjörð þegar fyrsti skjálftinn reið yfir í gær. Var þá grjóthrun í sjó fram.
Fréttin hefur verið uppfærð.