Um áramótin var umboði TM í Ólafsfirði lokað.
Þar með er engin umboðsskrifstofa félagsins í Fjallabyggð.
TM lofar þó að kappkosta að veita góða og faglega þjónustu á svæðinu, þótt ljóst megi vera að það gerist ekki í sveitarfélaginu, nema rafrænt.

TM umboðið var í “Arionbanka húsinu” í Ólafsfirði, en útibúi Arion þar var lokað fyrir allnokkru síðan.