Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði auglýsir eftir starfsmanni í afleysingar tímabundið.

Vinnutími er frá kl. 13.00-16.00 virka daga.

Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 5. desember.

Gerð er krafa um góða tölvuþekkingu og ekki er verra ef viðkomandi hefur ánægju af lestri.

Í starfinu felst almenn afgreiðsla viðskiptavina, tengja bækur í Gegni, samskrá bókasafni og ganga frá þeim til útláns, kennsla á sjálfsafgreiðsluvél, létt þrif og fleira.

Umsóknir skal senda á hronn@fjallabyggd.is.

Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar