Fyrsti viðskiptavinur hjá Hrólfi rakara – Hrímnir hár og skegg – frá því að Covid-19 lokanir áttu sér stað var Steingrímur Kristinsson.
Á Facebook síðu sinni ritar Steingrímur:
Síminn stoppaði ekki á með karlinn fjarlægði lubbann sem á mig hafði vaxið síðustu mánuði og snoðaði mig. Langur biðlisti hjá Hrólfi allt fram í næstu viku, og hann hleypir aðeins einum inn á stofu sína í einu.
Flottur karl hann. Hrólfur. – Mikill léttir fyrir mig sem er ekki hress með of mikið hár. Raunar var lubbinn það eina sem hefur pirraði mig það sem af er þessu Covid ástandi og einangrun.
Í Skálarhlíð er engin óánægja né ótti og hér er brosað allan sólarhringinn; heimilisfólkið sem og hið yndislega starfsfólk.