Steinunn M. Sveinsdóttir sem sinnt hefur starfi fagstjóra Síldarminjasafnsins sl. fimm ár lét af störfum nú í októberlok og tók við stöðu safnstjóra á Flugsafni Íslands á Akureyri.

Steinunn var sumarstarfsmaður Síldarminjasafnsins um langt skeið áður en hún tók við stöðu fagstjóra árið 2014 og hefur því öðlast mikla reynslu og dýrmæta þekkingu.

Samstarfsfólk og stjórn Síldarminjasafnsins færa Steinunni bestu þakkir fyrir gott samstarf og óska henni jafnframt velfarnaðar á nýjum vettvangi.