Mikil umræða átti sér stað á síðasta ári í samfélaginu um Siglufjarðarveg og hversu hrikalegt vegastæðið er, sértaklega við Strákagöng og víða á Almenningum eftir að Trölli birti fréttina hér að neðan.
Hrikalegar myndir af Siglufjarðarvegi
Í gær fékk Trölli.is póst fá vegfaranda sem leist ekki á blikuna, þrátt fyrir að nú er hásumar og engin snjóflóð eða vetrarfærð. Vegrarandinn sagði meðal annars í póstinum til Trölla.is.
“Í ljósi nýjustu frétta af aurskriðum í Varmahlíð og Tindastóli, þá stendur manni alls ekki á sama um Siglufjarðarveginn.”
Af myndum af vegarstæðinu að dæma má það vera öllum ljóst að vegarstæðið er hrikalegt og má lítið út af bera svo illa fari.
Forsíðumyndina tók Ásta Sigfúsdóttir eiginkona Siglfirðingsins Jökuls Gunnarssonar þegar þau flugu yfir Herkonugil á Siglufjarðarvegi í maí síðastliðinn.
Þegar vegastæðið blasir svona við, þá skal engan undra að ferðalangar finni fyrir óöryggi að keyra til Siglufjarðar.
Sjá fleiri fréttir af Siglufjarðarvegi: HÉR