Á sumardaginn fyrsta gaf Stjórnin út svokallaða sumar neglu í tilefni sumarkomunnar.

Í samstarfi með Mána Svavars og Pálma Ragnari Ásgeirssyni tók Stjórnin þrjú af sínum eldri og vinsælu lögum og smíðaði úr þeim glænýja og ferska útgáfu.

Útkoman ber heitið Í skýjunum og þykir vel heppnaður smellur.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum.

Í skýjunum á Spotify