Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar var auglýst til umsóknar lok mars sl. Engin umsókn barst um stöðuna. Leitað var til aðstoðarleikskólastjóra,  Kristínar Maríu Hlökk Karlsdóttur um að taka að sér skólastjórastöðu á næsta skólaári og með henni verður þriggja manna stjórnendateymi.

Kristín María Hlökk Karlsdóttir er með  MA í stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi og 15 ára stjórnunarreynslu við leikskóla. Þrír leikskólakennarar sem sinna deildarstjórn munu starfa með henni í stjórnendateymi og skipta með sér 100% stjórnunarstöðu aðstoðarleikskólastjóra ásamt því að sinna áfram deildarstjórn.

Meðstjórnendur Kristínar Maríu verða:

  • Björk Óladóttir deildarstjóri sem fer með daglega stjórnun Leikhóla.
  • Guðný Huld Árnadóttir deildarstjóri sem fer með daglega stjórnun málefna sem varðar þrjár yngstu deildir Leikskála.
  • Vibekka Arnardóttir deildarstjóri sem fer með daglega stjórnun málefna sem varðar tvær elstu deildir Leikskála og verður staðgengill skólastjóra.

Stjórnunarteymið er tilraunaverkefni til eins árs. Seinni hluta næsta vetrar verður árangur metinn og  tekin ákvörðun um framtíðarskipan stjórnunar leikskólans.