RANNÍS hefur tilkynnt um niðurstöðu fyrri úthlutunar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir árið 2020. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 105 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 73 verkefni styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 38,6 %). Í styrktum verkefnum eru 125 nemendur skráðir til leiks í alls 350 mannmánuði. Alls fengu fimm verkefni sem tengjast starfsemi á Norðurlandi vestra brautargengi. Þau eru:

– Sáttanefndir og störf þeirra í Þingeyjarsýslu 1798- 1936 – Rannsóknarsetur HÍ á Norðurlandi vestra– 1800 þúsund –  6 mannmánuðir – 2 nemar

– Endurnýting ofurtölva til jöfnunar á orkusveiflum – Etix Everywhere Borealis rekstraraðili Gagnaversins á Blönduósi – 900 þúsund – 3 mannmánuðir – 1 nemi

– Sjálfvirk dýptarstýring umhverfismæla í hafi og skráningar í gagnagrunn – Náttúrustofa Norðurlands vestra og Biopol ehf.- 1800 þúsund – 6 mannmánuðir – 2 nemar

– Notkun staðbundinna sjálfvirkra myndavéla til vöktunar á landsel í mikilvægum látrum – Hafrannsóknarstofnun, Hvammstanga – 900 þúsund – 3 mannmánuðir – 1 nemi

– Hugmyndavinna og framtíðarsýn fyrir húsakynni Kvennaskólans og Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi – 1500 þúsund – 5 mannmánuðir – 5 nemar

Nánar má lesa um úthlutunina hér.

Mynd: SSNV