Bökudeig
- 3 dl hveiti
- 125 gr smjör
- 2-3 msk kallt vatn
Fylling
- 1 grillaður kjúklingur
- 1 laukur
- 3 dl niðurskorið hvítkál
- 1 tsk salt
- 1 poki taco-kryddblanda
- 1 dós sýrður rjómi
- 1 dl rjómi
- smjör eða olía til að steikja lauk og hvítkál í
- 150 gr rifinn ostur
Vinnið saman hráefnin í bökubotninn og látið standa í kæli um stund. Skerið lauk og hvítkál í sentimetersstóra bita og steikið þar til það verður mjúkt. Skerið kjúklinginn niður og bætið á pönnuna ásamt kryddum, sýrðum rjóma og rjóma. Hrærið í og látið sjóða við vægan hita um stund.
Þrýstið bökudeiginu í formið og forbakið í ca 10 mínútur við 200°. Hellið kjúklingahrærunni í og stráið ostinum yfir. Bakið við 225° í ca 25 mínútur. Berið fram með góðu salati. Í kvöld var ég með iceberg (skerið kálið niður og látið það liggja í ísköldu vatni, kálið verður brakandi stökkt og gott), rauða papriku, mangó, avókadó, gúrku, rauðlauk, fetaost og mulið nachos. Sjúklega gott.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit