KF sótti Reyni í Sandgerði heim í dag og hófst leikurinn kl. 16:00. KF komu sterkir til leiks og voru betri aðilinn allan leikinn og sigruðu með yfirburðum 1 – 5.
Reynir S. 1 – 5 KF
0-1 Vitor Vieira Thomas (‘3)
0-2 Alexander Már Þorláksson (’20, víti)
1-2 Markaskorara vantar (’31)
1-3 Ljubomir Delic (’36)
1-4 Alexander Már Þorláksson (’45)
1-5 Jakob Auðun Sindrason (’60)
Á fotbolti.net segir um leikinn að KF sé komið aftur upp í þriðja sæti 3. deildar karla eftir stórsigur á gegn Reyni í Sandgerði.
Gestirnir lentu ekki í erfiðleikum og skoraði Vitor Vieira Thomas eftir aðeins þriggja mínútna leik. Alexander Már Þorláksson tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu áður en heimamenn komu sér aftur inn í leikinn með marki.
Ljubomir Delic tvöfaldaði forystu KF á nýjan leik og gerði Alexander Már sitt annað mark rétt fyrir leikhlé. Staðan orðin 1-4 og svo gott sem úti um leikinn.
Jakob Auðun Sindrason gerði eina mark seinni hálfleiksins og lokatölur 1-5.
KF er þremur stigum frá toppliði KV á meðan Reynir er í fimmta sæti, sjö stigum eftir KF.
Mynd: Guðný Ágústsdóttir