Salan á Neyðarkalli björgunarsveita fer fram um allt land 31. október til 3. nóvember 2019.
Strákar ganga í hús á Siglufirði fimmtudagskvöldið 31. október og verður Neyðarkallinn síðan til sölu í SR Bygg á opnunartíma verslunarinnar. Fyrir utan þann tíma er hægt að nálgast hann hjá formanni björgunarsveitarinnar, Magnúsi Magnússyni í síma 847 4582.
Neyðarkall björgunarsveita er fjáröflun björgunarsveita landsins en átakið fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt og hefur almenningur tekið sölufólki afskaplega vel.
Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.
Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.
Sjáskot: Landsbjörg