Á 672. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, þar sem lagt er til að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu með það að leiðarljósi að auka gagnsæi og aðgengi íbúa að upplýsingum um sveitarfélagið.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.
Verið er að skoða hvort einnig verði streymt með mynd.
FM Trölli var með beinar útsendingar árið 2018 frá fundum bæjarstjórnar. Fagna forsvarsmenn Trölla.is því framfaraskrefi að loks skuli vera streymt beint frá fundunum bæjarstjórnar. Það er mikið framfaraskref sem forsvarsmenn FM Trölla hafa barist fyrir mörg undanfarin ár.