Sjö verkefni hlutu stuðning að þessu sinni á grundvelli niðurstöðu valnefndar eftir að kallað hafði verið eftir umsóknum frá landshlutasamtökunum. Á Norðurlandi vestra hlaut eitt verkefni stuðning, Hitaveituvæðing Óslandshlíðar, Viðvíkursveitar og Hjaltadals að upphæð 5 milljónir króna. Um er að ræða undirbúning verkefnisins.

Á árinu 2018 var í fyrsta sinn veittur stuðningur úr þessum lið byggðaáætlunar. Þá hlaut verkefnið Innviðauppbygging vegna gagnavers á Blönduósi stuðning til fjögurra ára, 2018-2021.  Heildarupphæð stuðningsins við verkefnið var kr. 95 milljónir, 20 milljónir á árinu 2018 en svo 25 milljónir á ári á árunum 2019-2021.

Á myndinni sjást formenn og/eða framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar undirrita samninga um þau verkefni sem hlutu stuðning í hverjum landshluta fyrir sig.

Af ssnv.is