Það er ljóst að vetur konungur ætlar ekki að sleppa tökum sínum á okkur alveg strax. Framundan er leiðindaspá, hálfgert garg eins og einhver myndi segja. Vegfarendur eru hvattir til þess að fylgjast vel með færð og veðri næstu daga, en vetrarfærð gæti orðið á fjallvegum ef að veðurspá gengur eftir. Gul veðurviðvörun er framundan, eða eins og segir á vef Veðurstofunnar:

“Norðan og norðvestan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma á fjallvegum. Skyggni getur orðið mjög takmarkað og hálka líkleg. Búast má við vetrarfærð, þ.a. ekki ætti að leggja í langferðir á vanbúnum bílum.”

Mynd/Veðurstofan