Hér er hluti af hugleiðingum sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar, sem birtust á vef þeirra og eflaust eiga við í mörgum öðrum byggðarlögum.

Nú er að ganga í garð sumarleyfistíminn hjá starfsfólki Dalvíkurbyggðar. Þá fjölgar í starfsmannahópnum því við bætist fólk í sumarafleysingar og einnig er vinnuskólinn að hefja göngu sína nú í byrjun júní. Þarna er m.a. fólk að koma til vinnu eftir vetrarlanga skólavist og einnig eru einstaklingar sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að starfsfólk sé þolinmótt og gefi sér tíma til að ráðleggja og leiðbeina þeim sem koma nýir til starfa. Þá er gott að vita til þess að í stofnunum sveitarfélagsins er reynslumikið fólk sem getur miðlað til þessara einstaklinga af sínum viskubrunni. Þannig skapast jákvæður vinnuandi og allir græða.

Sjá einnig dalvikurbyggd.is