Síðasta opnunarhelgi sýningarinnar “Að sjá það sem hulið er” sem haldin er í Herhúsinu og Gránu (Síldarminjasafninu) á Siglufirði er núna um helgina.

Sýningin er opin í Gránu frá kl. 13:00 – 17:00 og í Herhúsinu frá kl. 14:00 – 16:00.

Sýningin var opnuð laugardaginn 14. september er samsýning fimm myndlistarmanna og ljósmyndara.

Sýnendur eru þau Haraldur Ingi Haraldsson sem sýnir Cod Head (akrýlverk á plastfilmu), Garún sýnir Skuggasveina (kindahorn og ull), J. Pasila ljósmyndaverk, Björn Valdimarsson ljósmyndir úr myndaröðinni Hvarf og Bergþór Morthens er með Flekann, olíu- og akrílmálverk.

.

 

Myndir: Björn Valdimarsson