Þessa dagana stendur yfir á Hvammstanga, bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi, eins og lesendum Trölla.is ætti að vera kunnugt.
Fimmtudagskvöldið 26. júlí voru tónleikarnir Melló Músíka í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Melló Músíka hefur verið fastur liður á Eldinum, en þar koma fram tónlistarmenn úr Húnaþingi vestra, bæði heimamenn og burtfluttir.
Tónleikarnir voru mjög vel sóttir, troðfullt hús út úr dyrum, svo sumir máttu standa frammi í anddyri Félagsheimilisins.
Frétta- og tæknimenn Trölla eru á staðnum og flytja fréttir frá hátíðinni auk þess að senda út tónleika og viðtöl á FM Trölla sem næst á Hvammstanga og nágrenni á FM 102.5, hér á vefsíðunni trolli.is og á FM 103.7 í Fjallabyggð og Eyjafirði.
Upptöku af þættinum má finna á þessari síðu undir liðnum UPPTÖKUR, tónleikarnir byrja u.þ.b. 30 mínútur inni í þættinum ElísaDís / Síld og fiskur.

Harpa, Daníel, Jói og Silli

Harpa

Mundi

Addi og Ellý

Kristrún og Daníel

Silli

Jói og Kristrún

Halli

Kristín og Logi

Mundi, Sveinbjörg, Hulda og Aldís.

Benni

Benni
FM Trölli sendi tónleikana út beint, í góðri samvinnu við þær Elísabetu og Herdísi sem stjórna þættinum ElísaDís á FM Trölla.

Elísabet og Herdís – ElísaDís

Skúli á Tannstaðabakka

Valdi, Guðrún Ósk og Hrund.

Sveinn Óli og Gummi

Skúli og dóttir hans Guðrún Eik frá Tannstaðabakka

Rannveig og stórsveit Geirs – Addi, Rannveig, Valdi, Geir, Eyþór og Hjörtur.

Rannveig

Geir Karlsson læknir
Dagskrá Elds í Húnaþingi má finna hér.
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir