Þessa dagana stendur yfir á Hvammstanga, bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi, eins og lesendum Trölla.is ætti að vera kunnugt.
Fimmtudagskvöldið 26. júlí voru tónleikarnir Melló Músíka í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Melló Músíka hefur verið fastur liður á Eldinum, en þar koma fram tónlistarmenn úr Húnaþingi vestra, bæði heimamenn og burtfluttir.
Tónleikarnir voru mjög vel sóttir, troðfullt hús út úr dyrum, svo sumir máttu standa frammi í anddyri Félagsheimilisins.
Frétta- og tæknimenn Trölla eru á staðnum og flytja fréttir frá hátíðinni auk þess að senda út tónleika og viðtöl á FM Trölla sem næst á Hvammstanga og nágrenni á FM 102.5, hér á vefsíðunni trolli.is og á FM 103.7 í Fjallabyggð og Eyjafirði.
Upptöku af þættinum má finna á þessari síðu undir liðnum UPPTÖKUR, tónleikarnir byrja u.þ.b. 30 mínútur inni í þættinum ElísaDís / Síld og fiskur.
FM Trölli sendi tónleikana út beint, í góðri samvinnu við þær Elísabetu og Herdísi sem stjórna þættinum ElísaDís á FM Trölla.
Dagskrá Elds í Húnaþingi má finna hér.
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir