Þann 23. júní undirrituðu Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, og Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar, styrktarsamning milli Dalvíkurbyggðar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar.
Undirritunin fór fram í Hánefsstaðareit og stilltu þær stöllur sér upp við minnisvarðann um upphafsmann reitsins, Eirík Hjartarson.
Með samningnum er vonast til að bæta aðgengi og umhirðu í Hánefsstaðareit og styðja þannig við lýðheilsu og hreyfingu.
Hér eru meiri upplýsingar um reitinn fyrir áhugasama.
Mynd/Dalvíkurbyggð