Í dag, laugardaginn 2. mars frá kl 08:00 og fram eftir degi fer fram umfangsmikil björgunaræfing í Siglufirði.

Björgunarsveitin Strákar, Björgunarskipið Sigurvin, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar taka þátt í æfingunni.

Það mun verða talsverð umferð björgunaraðila í Siglufirði bæði í bænum og í nágrenni hans á meðan æfingunni stendur.

Mynd/ af facebooksíðu Stráka