Styrktartónleikar björgunarsveitarinnar Stráka verða haldnir 11. Febrúar (112 daginn), klukkan 20:00 í Siglufjarðarkirkju.
Þetta er í fimmta skipti sem tónleikarnir eru haldnir og er stefnt að því að fylla kirkjuna, hlusta á góða tónlist og í leiðinni að styrkja gott málefni.
Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer – af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.
112 dagurinn í ár er tileinkaður öryggi við sjó og vötn. Tölfræði frá Landlæknisembættinu yfir tímabilið 2013 – 2022 eða 10 ár sýnir að meðaltali hafa sjö drukknað á ári hverju hér á landi. Því er mikilvægt að styrkja við það öfluga starf og fólkið sem er til í að leggja líf sitt í hættu við að aðstoða fólk.
Þeir sem munu koma fram á tónleikunum eru:
Ástarpungarnir,
Daníel Pétur Daníelsson,
Edda Björk Jónsdóttir,
Tinna Hjaltadóttir,
Kolbeinn Óttarsson Proppé og
Guito Thomas.
Miðinn kostar 3.900kr en 2.500kr fyrir 16 ára og yngri. Miðasala verður við hurð og mun allur ágóði tónleikanna renna til björgunarsveitarinnar Stráka.
Kennitala: 551079-1209
Reikningsnúmer: 0348-26-2717