Á fjarhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir styrk að heildarupphæð kr. 300 þúsund til leikfélaga í sveitarfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum um styrkina. Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði sjá hér

Styrkir eru aðeins veittir til leikfélaga í Húnaþingi vestra og til sýninga sem sýndar eru í sveitarfélaginu. Byggðarráð ákvarðar styrkveitingar og áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Athygli er vakin á því að frá og með árinu 2026 verða styrkveitingar til leikfélaga afgreiddar með öðrum styrkbeiðnum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2025.