Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á 266. fundi sínum, með samhljóða atkvæðum, að veita 600 þúsund króna framlag í minningarsjóð um Mundínu Bjarnadóttur. Mundína, sem lést fyrr á árinu, starfaði um árabil sem kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Minningarsjóðurinn ber nafnið Mundýjarsjóður og er ætlað að styðja við uppbyggingu bókasafns og fræðsluseturs við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Verkefnið byggir á hugmyndum og framtíðarsýn Mundínu sjálfrar, sem hafði haft frumkvæði að því að móta slíkt fræðsluumhverfi innan skólans.
Mynd: Kristín Magnea Sigurjónsdóttir




