Súkkulaðikaka með söltu karamellufrosting
- 180 g ósaltað smjör við stofuhita
- 2/3 bolli sykur
- 2/3 bolli ljós púðursykur
- 2 extra stór egg (ég var með 3 meðalstór)
- 2 tsk vanilludropar
- 1 bolli buttermilk (ég setti 1 msk af sítrónu í bolla og fyllti hann svo af mjólk. Lét blönduna síðan standa í 10 mínútur. Það má líka nota súrmjólk í staðinn fyrir buttermilk)
- ½ bolli sýrður rjómi
- 2 msk kaffi (uppáhellt)
- 1 og 3/4 bolli hveiti
- 1 bolli kakó
- 1 ½ tsk matarsódi
- ½ tsk gróft salt
Hitið ofninn í 175° og smyrjið þrenn 20 cm bökunarform.
Hrærið smjör, sykur og ljósan púðursykur saman í hrærivél á hröðum hraða í 5 mínútur. Blandan á þá að vera orðin ljós og létt. Lækkið hraðann í miðlungshraða og bætið eggjunum út í, einu í einu. Hrærið vanilludropum saman við.
Hrærið saman, í annarri skál, buttermilk, sýrðum rjóma og kaffi.
Sigtið saman í þriðju skálinni hveiti, kakói, matarsóda og salti.
Hrærið vökvablöndunni og þurrefnablöndunni á víxl saman við smjör og sykurblönduna með hrærivélina stillta á hægan hraða. Byrjið á að hræra vökvablöndunni og endið á þurrefnablöndunni. Hrærið þar til allt hefur blandast. Skiptið deiginu á milli bökunarformanna og bakið í 20-25 mínútur, eða þar til prjóni stungið í miðjar kökurnar kemur hreinn upp. Látið kökurnar kólna alveg áður en kremið er sett á.
Söltuð karamella
- 1 bolli sykur
- 4 msk vatn
- 2 tsk síróp
- ½ bolli rjómi
- 2 msk smjör
- ½ tsk sítrónusafi
- ½ tsk gróft salt eða sjávarsalt
Setjið sykur, vatn og síróp í pott og hitið við miðlungshita. Hrærið þar til sykurinn er uppleystur, setjið lok á pottinn og látið hitna í 3 mínútur. Takið lokið af pottinum og hækkið hitann í miðlungsháan og látið suðuna koma upp. Ekki hræra í pottinum en veltið karamellunni reglulega um hann svo að hún brenni ekki. Látið karamelluna sjóða þar til hún fær fallegan gylltan lit (það tekur nokkrar mínútur). Takið af hitanum og látið standa í 30 sekúndur. Hellið rjómanum saman við karamelluna og passið vel að brenna ykkur ekki. Blandan mun krauma og er brennandi heit. Hrærið rjómanum og karamellunni saman og bætið smjöri, sítrónusafa og salti saman við. Hrærið allt vel saman. Takið 1 bolla af karamellunni frá (ath. að karamellan er þunn) og látið standa í um 20 mínútur. Hún þykknar aðeins þegar hún kólnar.
Salt karamellufrosting
- 225 g smjör við stofuhita
- 225 g rjómaostur
- 3-4 bollar flórsykur
- 1 bolli sölt karamella (uppskriftin hér að ofan)
Hrærið smjör og rjómaost saman þar til blandan er mjúk. Bætið 2 bollum af flórsykri saman við og hrærið saman. Setið söltu karamelluna saman við og hrærið saman. Bætið við því sem eftir er af flórsykrinum þar til óskaðri áferð er náð.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit