Á heimasíðu Grindavíkurbæjar kemur fram að Sigurjón Veigar Þórðarson og Kári Ölversson koma nýir inn í stjórn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, en aðalfundur félagsins fór fram í kvöld. Allir sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér aftur, nema Sigurður Sverrir Guðmundsson, gjaldkeri. Í hans stað bauð Kári Ölversson sig einn fram í það embætti og var því sjálfkjörinn.

Tveir sóttust eftir að vera varaformenn, þeir Sigurjón Veigar Þórðarson, vélstjóri á Gnúp og Ingvi Örn Ingvason, sjómaður. Sigurjón hafði betur og kemur því nýr inn í stjórnina. Sigurjón Veigar sagði í samtali við vefsíðuna hlakka til að takast á við ný verkefni og sagðist mjög þakklátur fyrir það traust sem honum væri sýnt.

Þess má geta að Sigurjón Veigar Þórðarson er dóttursonur Sigurjóns Jóhannssonar heitins, skipstjóra frá Siglufirði.