Á heimasíðu Grindavíkurbæjar kemur fram að Sigurjón Veigar Þórðarson og Kári Ölversson koma nýir inn í stjórn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, en aðalfundur félagsins fór fram í kvöld. Allir sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér aftur, nema Sigurður Sverrir Guðmundsson, gjaldkeri. Í hans stað bauð Kári Ölversson sig einn fram í það embætti og var því sjálfkjörinn.

Tveir sóttust eftir að vera varaformenn, þeir Sigurjón Veigar Þórðarson, vélstjóri á Gnúp og Ingvi Örn Ingvason, sjómaður. Sigurjón hafði betur og kemur því nýr inn í stjórnina. Sigurjón Veigar sagði í samtali við vefsíðuna hlakka til að takast á við ný verkefni og sagðist mjög þakklátur fyrir það traust sem honum væri sýnt.

Þess má geta að Sigurjón Veigar Þórðarson er dóttursonur Sigurjóns Jóhannssonar heitins, skipstjóra frá Siglufirði.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.